top of page
icepattern_edited_edited_edited.jpg
Search
  • Writer's pictureRut Gardarsdottir

Ævintýrin enn gerast

Stundum þarf maður að taka eitt auka skref til að fara út fyrir þægindaramman og það ákvað ég að gera núna í upphafi árs þegar ég ákvað að taka frá tíma til að sinna minni eigin skapandi gleði. Leiðin þangað var búin að gerjast innra með mér í uþb eitt ár. Málið er nefnilega að eins mikið eins og ég elska að starfa sem teymisþjálfi á hugbúnaðarsviði þá blundar í mér líka skapandi spíra sem langar að elta ýmsar hugmyndir og ævintýri.


Ég byrjaði á því að möndla heimasíðuna mína rutgardarsdottir.com og skrifaði nokkur blogg, auk þess að pósta inn mínum eigin myndum á Stock Photos síðunni Pexels sem gerir þær aðgengilegar öllum sem vilja nota. Vandamálið var bara að ég hafði aðeins tíma og orku til að skrifa og ‚leika mér‘ þegar ég var í fríi frá vinnu. Ég lagðist því undir feld síðustu mánuði 2021 og úr var að ég fékk leyfi til að minnka starfshlutfall mitt. Einn dagur í viku varð minn til að gera það sem ég vildi.


Eins og svo margt jákvætt þá kom fyrsta ævintýrið eiginlega til af sjálfum sér, nokkrir aðilar höfðu leitað til mín með að komast í markþjálfun og þegar Jana, yndislegi nuddarinn minn, heilsumarkþjálfi og jógi (Nærandi Líf) minntist á það fyrir tilviljun að hún hefði áhuga á að leigja út fallegu stofuna sína við Hamraborg að hluta til small dæmið saman og eftir nokkra djúpa andadrætti varð fimmtudags markþjálfun mín að veruleika 😊



34 views1 comment

Recent Posts

See All
Post: Blog2 Post
bottom of page